Forvarnardagurinn 2019

Miðvikudaginn 2. október

Forvarnardagurinn, sem haldinn er í fjórtánda sinn miðvikudaginn 2. október næst komandi, er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Eitt aðal markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni eyði tíma með fjölskyldunni, taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og seinki því að neyta áfengis, eða sleppi því. 

Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna og hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi. Samvera af þessu tagi ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti og eru ekki síður mikilvæg þegar komið er á unglingsaldur. Þá skiptir máli að foreldrar styðji enn við og taki virkan þátt í skólastarfi, íþróttaiðkun og tómstundanámi barna sinna og þekki vini þeirra.

Seyðisfjarðarskóli tekur þátt í Forvarnardeginum á hverju ári.

Forvarnardagurinn 2019

hsam