Föt sem framlag

Viltu taka þátt?

Vinna við verkefnið Föt sem framlag er hafið. Hist er í Sæbóli á mánudagskvöldum kl 20 - 22 og prjónað, heklað og saumað ungbarnaföt og teppi. Nýtt er garn, gömul handklæði, teppi, efnaafgangar og ungbarnaföt og útbúnir fatapakkar handa ungbörnum til Hvíta Rússlands og Malavi. Ef fólk er að losa sig við þessa hluti eru þeir þegnir með þökkum. 

Öllum er velkomið að líta við hvort sem er til að kynnast verkefninu, eða gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í því. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Þóru í síma 472-1462 eða 894-1462 og hjá Lukku í síma 472-1482.

Stjórn Rauða Krossins á Seyðisfirði.