Frá bókasafninu

Spennandi breytingar fram undan!

Ágætu Seyðfirðingar/viðskiptavinir!

Til stendur að flytja Bókasafn Seyðisfjarðar í sumar í rauða skóla og sameina það skólabókasafni Seyðisfjarðarskóla.

Bókasafnið verður opið eins og vant er til júníloka, en um miðjan júní förum við að pakka safninu í kassa og því væri gott ef þið gætuð skilað inn lesnum útlánsbókum og valið ykkur nýjar sumarbækur sem fyrst.

Þeir sem taka bækur á næstunni eiga að skila þeim í nýja safnið eftir að það opnar en ekki verður rukkuð sekt fyrir þennan langan útlánstíma.

Fyrirhugað er að opna glæsilegt sameinað safn þann 1. sept. n.k. og verður það staðett í „nýja skóla“ eða rauðu skólabyggingunni.

Sjáumst, bókaverðir.