Frá Íþróttamiðstöðinni

Það er með mikilli ánægju sem tilkynnist að aðgangsstýring er komin upp í Íþróttamiðstöðinni. Þessu er háttað þannig að viðskiptavinir sem eiga árskort og hálfsárskort í ræktina komast inn að æfa með aðgangskorti frá klukkan 05:00 - 08:00 og frá klukkan 20.00 - 23.00. Frá klukkan 08:00 - 20.00 er starfsmaður í húsinu og öll þjónusta samkvæmt venju. Allir eiga að vera farnir úr húsinu klukkan 00:00.

Ef vakna spurningar varðandi aðgangsstýringuna er hægt að spyrja starfsmenn Íþróttamiðstöðvar.

Hægt er að koma við og næla sér í aðgangskort með þeim skilyrðum að samningur milli Íþróttamiðstöðvar og viðskiptavinar sé undirritaður. Aðgangskortin kosta 3000 krónur.

Hlökkum til að sjá ykkur.

hsam