Frá listadeild Seyðisfjarðarskóla

Skráning í tónlistarnám

Búið er að opna fyrir skráningar í tónlistarnám í Seyðisfjarðarskóla, síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. september. Í boði verður eins og síðustu ár að læra á strengjahljóðfæri, slagverk og blásturhljóðfæri auk þess sem hægt verður að leggja stund á söng og raftónlist í heilu eða hálfu námi.

Kennarar skólaárið 2019-2020 verða : Árni Geir Lárusson kennir á gítar, raftónlist og trommur. Kristjana Stefánsdóttir kennir söng í þremur lotum. Rusa Petriashvili kennir á píanó og klassískan söng. Celia Harrison kennir á fiðlu. Jón Hilmar Kárason kennir á gítar og Ukulele í fjarnámi.

Athugið að reynt verður að koma til móts við allar sérbeiðnir um nám á hljóðfæri, ekki hika við að hafa samband tinna@skolar.sfk.is. Umskóknareyðublað og aðrar upplýsingar má finna hér.