Frá Seyðisfjarðarskóla

102 umsóknir bárust!

Umsóknarfrestur um kennslu og ýmiss önnur störf í Seyðisfjarðskóla rann út 24. apríl síðast liðinn. Alls bárust eitthundrað og tvær umsóknir um störfin, en margar umsóknir eru þó háðar flutningum og því margar háðar búsetukostum í bænum.

Ekki allar umsóknir uppfylla skilyrði um menntun og/eða æskilega hæfni í íslensku.

41 umsókn barst um starf í mötuneyti. 16 umsóknir bárust um starf í félagsmiðstöð. 14 umsóknir bárust um starf aðstoðarskólastjóra í listadeild. 2 umsóknir bárust um starf tónlistarkennara. 15 umsóknir bárust um starf stuðningsfulltrúa í grunnskóladeild. 11 umsóknir bárust um störf leikskólakennara. Ein umsókn barst um starf aðstoðarskólastjóra í leikskóladeild. Tvær um stöðu sérkennslustjóra. Ekki barst umsókn um list og verkgreinakennara við grunnskóladeild

Stjórnendur vinna úr umsóknum næstu daga og vikurnar en fyrirséð er að auglýst verður aftur um stöðu verkgreinakennara við grunnskóladeild og verður það gert svo fljótt sem auðið er, ásamt þeim stöðum þar sem ekki næst að manna með þeim umsóknum sem liggja fyrir.