Fræðsluverkefni Skaftfells

Landslag og hljóðmyndir - Tvísöngur

Þessa dagana eru um það bil 250 skólabörn á miðstigi frá öllu Austurlandi að koma til Seyðisfjarðar og fara alla leið upp í Tvísöng. Tilefnið er níunda fræðsluverkefni Skaftfells sem ber heitið Landslag og hljóðmyndir og hverfist um Tvísöng, en í haust eru einmitt fimm ára síðan verkið var opnað almenningi.

Nemendur fá innsýn í form, rými, endurvarp og skynjun með því að rannsaka virkni hljóðs og skoða áhrif þess á okkur. Leiðbeinendur eru Guðrún Benónýsdóttir og Guðný Rúnarsdóttir, ásamt starfskonum Skaftfells.