Frjálsíþróttaæfingar UÍA

Fyrir 6-11 ára
Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni.

Íþróttafélagið Huginn býður 6-11 ára börnum að taka þátt í frjálsíþróttaæfingum í sumar. Æfingarnar verða á þriðjudögum frá 10:00-11:00 í 5 vikur og hefjast þriðjudaginn 9. júní.

Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður hjá UÍA, mun sjá um æfingarnar. Hann hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum og öllu sem að þeim kemur. Halldór leggur mikið upp úr því að æfingarnar verði við allra hæfi og allir fái vettvang til að blómstra. Jákvæðni og gleði er lykilatriði í því.

Mæting er við íþróttahúsið og skráning á staðnum.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við Dagnýju í síma 865-5141 eða á dagnyomars@gmail.com