Frumkvöðull mánaðarins

Frumkvöðull? Frumkvöðla?

Aðalheiður Borgþórsdóttir var í vikunni tilnefnd frumkvöðull mánaðarins hjá atvinnumálumkvenna.is. Alla vinnur, í dag, meðal annars að stóru hótelverkefni og að þróa vetrarpakka og að markaðssetja veturinn á Austurlandi.

Hún hefur, ásamt systur sinni, stofnað fyrirtækið Tindarhótel ehf. Fyrstu drög að hótelinu hafa verið hönnuð af Kubbafabrikkunni. Um er að ræða 42-45 herbergja hótel með veitingastað og heilsulind.

Í verkefninu “Vetur á Austurlandi” er hún í klasasamstarfi við lykilaðila í ferðaþjónustu á Seyðisfirði og Egilsstöðum. Hún lítur á bæði verkefnin sem lið í að kynna áfangastaðinn og að byggja hann upp sem áhugaverðan kost fyrir erlenda vetrarferðamenn. Ég hef mikla trú á þessu verkefni. 

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Öllu innilega til hamingju með vel verðskuldaða tilnefningu. Fréttina í heild sinni má sjá hér.