Fundað gegnum fjarfundabúnað

Fyrsta sinn á Seyðisfirði

Gaman er að segja frá því að í gærmorgun 19. mars fundaði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar í fyrsta sinn, og í fyrsta sinn í sögu kaupstaðarins, í gegnum fjarfundabúnað. Fundurinn gekk vel og var hinn skemmtilegasti. 


Alþingi samþykkti 17. mars síðast liðinn að heimila ráðherra sveitarstjórnarmála að gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.