Fyrsta göngumessan

Komið til að vera!
Elsti göngumessugestur og sá yngsti. Jóhann Grétar og Úlfrún - bæði prúðbúin og eldhress eftir göngu…
Elsti göngumessugestur og sá yngsti. Jóhann Grétar og Úlfrún - bæði prúðbúin og eldhress eftir gönguna.

Fyrsta göngumessan á Seyðisfirði var haldin síðast liðinn sunnudag, 5. maí. Hist var við útikennslustofuna og gengið inn í Fjarðarsel, þar sem boðið var upp á messukaffi, kex og ávexti. Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni, þar sem kórinn söng og presturinn predikaði. Veður var alls konar, en fínasta gönguveður þó gengið hafi á með éljum á stöku stað.

Til gamans má geta þess að yngsti messugöngugestur var fjögurra ára og sá elsti var áttræður. Nokkuð ljóst er því að göngumessur henta öllum aldri og eru þessi orð því hvatning til allra fyrir næstu göngumessu.

Heilsueflandi samfélag tók þátt í göngumessu í samstarfi við séra Sigríði Rún, Seyðisfjarðarkirkju og gönguklúbb Seyðisfjarðar.

 Gongumessa

Gongumessa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir úr göngumessu 5. maí 2019.

 

hsam