Fyrsta skemmtiferðaskip ársins 2019
08.05.2019
Marco Polo
Fyrsta skemmtiferðarskip ársins kemur í Seyðisfjörð í dag, miðvikudaginn 8. maí. Skipið heitir Marco Polo og hefur komið oft áður til Seyðisfjarðar. Áætlað er að skipið verði við akkeri frá klukkan 12-17. Farþegar koma í land í léttabátum, en áætlaður farþegafjöldi er 771 manns og í áhöfn skipsins eru 330 manns. Það má því búast við margmenni á götum bæjarins í dag - sumarið er komið á Seyðisfirði!
Áætlun yfir skipakomur til Seyðisfjarðar árið 2019 má sjá hér.