GoRed í febrúar

Rauður febrúar fyrir konur

GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009.

Af hverju GoRed?

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Aukin vitund kvenna um áhættuþættina hefur einnig óbein áhrif á lífsstíl karla og ungmenna. Nánar má lesa um alheimsátak GoRed hér.

Hvaða konur eru í forgangi?

  • Einkennalausar konur, 50 ára og eldri, ættu að fara í áhættumat til greiningar á áhættuþáttum á a.m.k. 5 ára fresti.
  • Einkennalausar konur yngri en 50 ára sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum og/eða með sögu um ættgenga blóðfituröskun ættu að fara í skoðun reglulega í samráði við sinn lækni.

Á Seyðisfirði verður Hjartamessa næst komandi sunnudag, 3. febrúar, klukkan 11. Fólk er hvatt til að mæta í rauðu.

Upplýsingar fengnar á hjarta.is

hsam