Guðdómleg gjöf

Krakkar í skólagörðum hittu japanskan listamann

Á þriðjudag í síðustu viku var japanskur góðvinur umsjónarkonu skólagarðanna í heimsókn á Seyðisfirði. Sá heitir Mineo Akiyama og er japanskur listamaður, sem gerir guðdómlega fallegar punktateikningar.

Akiyama hitti skólagarðskrakkana og sagði þeim frá sér, en hann hefur ekki átt fast heimili í 18 ár. Hann ferðast um heiminn og hittir fólk sem hann fræðir um alheiminn og orkuna sem býr í okkur og allt um kring. Mineo talar bara japönsku svo hann hefur með sér túlk, Keiko, sem oft hefur heimsótt Seyðisfjörð.

Þessi dásamlega stund endaði svo á að hann dró upp stórar myndir, en hver mynd tekur heilt ár að gera. Tvær af þessum myndum ánafnaði Mineo Akiyama til Seyðisfjaraðrskóla.

Mineo Akiyama og Unnur Óskarsdóttir, sem tekur við gjöf f.h. Seyðisfjarðarskóla.

 

Unnur Óskarsdóttir, tekur við gjöf f.h. Seyðisfjarðarskóla, og Mineo Akiyama.