H A U S T R O Ð I

Á Haustroða verður nóg um að vera og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Komið og verið með í lágstemmdri og notalegri uppskeruhátíð Seyðfirðinga.

Dagskrá : 

Föstudagur 4.október 
17:00 Veröld, Rúnar Loftur Sveinsson 
Málverkasýning, opnun föstudaginn 4. okt kl. 17:00 í Herðubreið
20:30 KK & Gaukur – tónleikar í Herðubreið
Miðar: https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/11063/KK_og_Gaukur

Laugardagur 5.október
11:00 Skaftfell býður upp á leiðsögn um sýninguna Það er ekki rétt laugardaginn í sýningarsal Skaftfells. Listamennirnir Elvar Már Kjartansson og Litten Nyström munum leiða gesti um sýninguna og veita þeim innsýn í verk sín
11:00-13:30 Upphituð laug í Sundhöllinni
12:00-16:00: Matar- og markaðsstemning í Herðubreið
12:00 - 16:00 Veröld, Rúnar Loftur Sveinsson Málverkasýning
13:00: Opinn danstími fyrir alla fjölskylduna með Alonu í bíósal Herðubreiðar
15:00: Barnabíó í Herðubreið
15:30: Úrslit kynnt í Sultukeppni Haustroða 2019
17:00 Hugleiðsla og flot í Sundhöllinni. Laugin verður upphituð og þeir sem eiga flothettur hvattir til þess að koma með þær. Athugið að vera tímanlega, húsinu verður lokað klukkan 17:10 til að tryggja ró í húsinu. 
16:00-18:00 Hamingjustund á Sirkus (happy hour)
18:00-21:00 Pop up á Nordic: Ramen kvöld – eitthvað alveg nýtt fyrir bragðlaukana
21:00 Sagnatónleikar með Halldóru Malin & Jóni Hilmari í Seyðisfjarðarkirkju. 
Halldóra og Jón fara vítt og breytt um sögu Seyðisfjarðar á einstakan hátt. Aðgangur er ókeypis
22:00-23:00 Hamingjustund á Kaffi Láru (happy hour)
23:00 Trúbadorastemmning á Kaffi Láru
23:00 Haustroðapartý á Sirkus 

SULTUKEPPNI HAUSTROÐA 

Glæsilegir vinningar í boði Vök baths og Síldarvinnslunnar! 

Við biðjum fólk að mæta með sultukrukku í Herðubreið milli kl 11-12 ásamt lokuðu umslagi sem merkt er nafni sultunnar og nafni sultugerðarmannsins. Úrslit verða kynnt í Herðubreið kl 15:30.