Handavinna eldri borgara

Hugguleg stemning
Handavinnuhópur 22. maí 2019. Á myndina vantar því miður nokkrar skvísur.
Handavinnuhópur 22. maí 2019. Á myndina vantar því miður nokkrar skvísur.

Síðast liðinn miðvikudag, lét Hanna Þórey Níelsdóttir, af störfum sem umsjónarmaður með handavinnu eldri borgara. Hanna Þórey hefur gegnt starfinu síðast liðin 11 ár og óhætt er að segja að margt skemmtilegt hafi verið brallað á miðvikudögum í Öldutúni. Hópurinn sem sækir handavinnu er stór og í honum ríkir hugguleg stemning. Auglýst er eftir nýjum aðila til að taka við verkefninu og honum/henni er lofað mörgum góðum stundum.

Hanna Þórey var kvödd með blómum, gjöfum og góðgæti í lokatíma handavinnunnar þann 22. maí síðast liðinn. Þjónustufulltrúi vill gjarnan nota tækifærið færa henni bestu þakkir fyrir gott starf og óska henni alls hins besta í framtíðinni.

Vakin er athygli á að handavinnuhópurinn er opinn öllum eldri borgurum og ekki er nein skylda að vera vel prjónandi eða sérstaklega flinkur í höndunum. Það hafa allir gott af góðum félagsskap, geðræktin er líka mikilvæg. Handavinnan mun hefjast aftur í byrjun september og verður auglýst. 

 hsam