Haustþing leikskólakennara

14. september

Gaman er að segja frá því að haustþing leikskólakennara á Austurlandi verður haldið hér á Seyðisfirði á morgun, föstudaginn 14. september. Margt verður um manninn en 200 leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á Austurlandi hafa skráð sig. Starfsfólk leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla tekur vel á móti gestum sínum og er dagskráin mjög flott, en meðal annars verður boðið upp á erindi um geðtengsl, snemmtæka íhlutun í málörvun og kynningu á heilsueflandi handbók. Einnig verður gestum boðið í lunch beat og hádegisverð á Hótel Öldu.