Heilsufarsmælingar

Föstudaginn 17. ágúst

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheillum og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög um allt land.

Heilsufarsmælingar verða á heilsugæslustöðinni á Seyðisfirði föstudaginn 17. ágúst næst komandi frá klukkan 9 og frameftir degi. Allir sem ná sér í númer á heilsugæslunni frá klukkan 9-12 fá mælingu. Bara að mæta, allt ókeypis. 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira og fólki er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu. Skoða má niðurstöðurnar ásamt nafnlausum samanburði á lokuðu vefsvæði með innskráningu gegnum island.is.

hsam