Heimsókn landlæknis

Heilsueflandi Seyðisfjörður!

Seyðisfjarðarkaupstaður og Embætti landlæknis undirrituðu samstarfssamning í gær, miðvikudaginn 8. mars 2017, um þátttöku kaupstaðarins í verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Heilsueflandi samfélag, er þróunarverkefni, sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Meðal annars með auknum gæðum og framboði á hlutum sem gera íbúum gott.

Með undirritun þessa samnings bætist Seyðisfjörður í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú 11 talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Birgi Jakobsson landlækni, Héðinn Svarfdal verkefnastjóra, Vilhjálm Jónsson bæjarstjóra og fulltrúa stýrihópsins á Seyðisfirði.