Herðubreið, matsalur

Öflugur samtakamáttur!

Vaskur hópur góðra manna og konu, hefur nú hreinsað út úr matsalnum í Herðubreið. Verkefnið var fjáröflun fyrir mfl. Hugins í fótbolta. Byrjað var á sunnudagsmorguninn og klárað seinni partinn í gær, mánudag. Búið er að hreinsa allt timbur úr salnum og sópa steypuna. Febrúarmánuður fer í að leyfa aðstæðum að þorna, en svo verður farið í næstu skref vinnunnar.

Matsalur, Herðubreið

Áhugavert var að sjá hve tilbúið, fólkið sem kom að verkinu, var að hjálpa til. Ef til vill er þetta það sterkasta sem við sem samfélag eigum; samtakamáttinn við að láta hlutina gerast og/eða flýta fyrir að hlutirnir gerist. Margar hendur vinna létt verk.