Hermannsbikarinn á Seyðisfjörð

Afhentur í fyrsta sinn

Á sambandsþingi ÚÍA þann 6. apríl síðast liðinn var Hermannsbikarinn, sem Dóra Gunnarsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson gáfu til minningar um Hermann Níelsson, afhentur í fyrsta sinn. Bikarinn er veittur félagi, deild eða einstaklingi sem staðið hefur að nýsköpun, þróun eða uppbygginu í starfi. 

Gaman er að segja frá því að bikarinn fór á Seyðisfjörð, til Kolbrúnar Láru Vilhelmsdóttur blakþjálfara. Krakkablak hefur verið íþróttagrein í miklum vexti á Seyðisfirði undan farin ár og hafa líklega í kringum 85-90% barna í grunnskóladeild verið að æfa. Kolbrún Lára, ásamt öllum þeim sem komið hafa að uppbyggingunni, eiga því einstakan heiður skilið.

Til hamingju Kolbrún Lára!