Hjólað óháð aldri

Viltu gerast hjólavinur?

Kæru bæjarbúar,

Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð eigum við dásamlegt hjól svo kallað Kristjaníuhjól. Í því geta 1-2 setið og svo einn sem hjólar. Bæjarbúar hafa væntanlega séð hjólið okkar í umferð á síðustu árum, en það hefur breytt mikið möguleikum okkar í útivist fyrir íbúa okkar. Hjólið er með rafmagnsmótor þannig að ekki er mikið átak að hjóla. Hjólin eru byggð á starfsemi félagsskapar sem heitir "Hjólað óháð aldri" og eru víðsvegar um land sjálfboðaliðar sem skrá sig sem hjólavini til að styðja við þetta verkefni með þátttöku sinni.

Ef þú hefur áhuga á að gerast hjólavinur þá erum við að fá til okkar hjólavin, sem ætlar að leiðbeina okkur með hjólið og við viljum endilega eignast hjólavini í bænum.

Hann Svanur kemur til okkar í Fossahlíð á morgun fimmtudaginn 13. júní klukkan16 og við verðum við sjúkrabílainnganginn (heilsugæslumegin við húsið).

Ef þú hefur áhuga á að vita meira, heyrðu í Sigurveigu sigurveig@hsa.is eða Jóhönnu johannapals@hsa.is eða mættu til okkar í kynningu á morgun.

bestu kveðjur,

Íbúar og starfsfólk Fossahlíðar.