Hreyfispjöld til heilsueflingar

Samstarfsverkefni við HSAM
Daði Sigfússon og Jónína Brá Árnadóttir með hreyfispjöldin.
Daði Sigfússon og Jónína Brá Árnadóttir með hreyfispjöldin.

Þriðjudaginn 11. febrúar afhenti Jónína Brá, íþróttafulltrúi kaupstaðarins, starfsmanni íþróttamiðstöðvar, Daða Sigfússyni, tvo "Hreyfispjaldastokka til heilsueflingar". Í kjölfarið var eldri borgurum og öryrkjum boðið að taka þátt í æfingum úr stokknum í íþróttasalnum. Hreyfispjaldastokkarnir innihalda 49 spjöld með mismunandi æfingum sem auka styrk, liðleika og jafnvægi. Höfundar spjaldanna eru íþrótta- og heilsufræðingar.

Fólki er frjálst að fá stokkana lánaða til að gera æfingar eftir, hvort sem er inni í sal eða niðri í líkamsrækt. Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 14.30 verður eldri borgurum og öryrkjum aftur boðið að taka þátt í æfingum í íþróttasalnum. 

Gaman er að segja frá því að verkefnið er samvinnuverkefni íþróttafulltrúa og Heilsueflandi samfélags, en eitt af áhersluatriðum HSAM á árinu 2020 eru eldri borgarar. Nánar má lesa um Heilsueflandi Seyðisfjörð hér.

hsam