Hreyfivika
Eins og undanfarin vor verður Seyðfirðingum boðið upp á viðburði í Hreyfiviku. Dagskráin í ár verður að mestu leyti úti vegna aðstæðna í samfélaginu. Heilsueflandi samfélag ákvað að tengja bíllausa daga inn í vikuna í ár og hvetur fólk til að taka þátt í þeim. Minnt er á folf völlinn, tilvalin fjölskyldu- eða vinaskemmtun að taka einn hring þar. Einnig er fólk beðið um að hafa símalausar samverustundir sérstaklega í huga þessa viku og gera eitthvað skemmtilegt í stað skjátímans.
Mánudagur 25. maí
Líkamsræktin opnar aftur samkvæmt venjulegri opnun. Boðið er upp á 25% afslátt af árskortum í þessari viku.
Dansskóli Austurlands og Alona bjóða upp á lunch beat á Sólveigartorgi kl. 12.15-12.45. Teknar verða myndir fyrir Dansskóla Austurlands á meðan dansað er.
Þriðjudagur 26. maí
Eva býður upp á útiþrek og gleði á Sólveigartorgi kl. 17-18.
Bíllaus dagur.
Miðvikudagur 27. maí
Unnur býður upp á útiyoga kl. 19-20. Hist við íþróttahús.
Dagný býður upp á brennibolta kl. 20. Hist við íþróttahús.
Fimmtudagur 28. maí
Unnur býður upp á olíu- og upplifunargöngu kl. 17-18.30. Hist við íþróttahús.
Bíllaus dagur.
Föstudagur 29. maí
Bíllaus dagur.
Sunnudagur 31. maí
Samstarf við Seyðisfjarðarkirkju og Gönguklúbbinn.
Göngumessa kl. 11. Hist við útikennslustofuna fyrir ofan Múlaveginn og gengið inn í Fjarðarsel þar sem boðið verður upp á kaffi.
Allir viðburðir eru fólki að kostnaðarlausu og öllum er velkomið að taka þátt. Seyðfirðingar eru einnig góðlega minntir á að virða skiltin "Vinsamlegast dreptu á bílnum" fyrir utan fyrirtæki og stofnanir.
Gleðilega Hreyfiviku!