Hreyfivika - Move week 2020

Hreyfivika UMFÍ fer fram 25. - 31. maí um land allt. Á Seyðisfirði verður meðal annars hvatt til bíllausra daga í þessari viku - um að gera að halda áfram að hjóla í vinnuna - og einnig er stefnt á hreyfimessu Hvítasunnudag þann 31. maí. Auglýst er hér eftir boðberum, áhugasömum er boðið að hafa samband við þjónustufulltrúa á netfangið eva@sfk.is
Hvernig fer vikan fram?
UMFÍ hvetur sambandsaðila, skóla, sveitarfélög og einstaklinga til þátttöku í Hreyfiviku UMFÍ. Til þess að taka þátt þurfa félög, stofnanir og/eða einstaklingar að skrá sig sem boðbera hreyfingar inn á heimasíðu verkefnisins www.hreyfvika.is
Hlutverk boðbera :
Að virkja fólkið í samfélaginu, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í samfélaginu og standa fyrir viðburðum sem allir geta sótt. Í lok vikunnar drögum við út heppna boðbera sem hljóta verðlaun frá 66°Norður.
Dæmi um viðburði :
Það er lítið mál að standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ og krydda hann með öllum mögulegum hætti. Dæmi um slíkt er að hvetja til áskorunar á milli fyrirtækja í sveitarfélaginu, viðburðir í skólunum, teygjuæfingar á dvalarheimli, skipulagðar gönguferðir í fuglaskoðun, hjólreiðaþrautir og margt fleira.
En á sama tíma og við skemmtun okkur saman í hreyfingu og virkjum hugmyndaflugið til að efla lýðheilsuna þá þurfum við að virða reglur Almannavarna, passa tveggja metra regluna, spritta vel og þvo okkur.