Huginn vantar aðalstjórn!

Vilt þú taka þátt í mikilvægu starfi?
Mynd frá júní 2013 - Huginn 100 ára.
Mynd frá júní 2013 - Huginn 100 ára.

Þriðjudaginn 6. mars var haldinn aðalfundur aðalstjórnar Hugins. Fundurinn var auglýstur á sfk.is, facebook og með auglýsingum um bæinn. Skemmst er frá því að segja að fundurinn var fámennur en góðmennur!  Fyrir utan stjórnarmeðlimina, mættu fulltrúi frá knattspyrnudeildinni og annar frá blakdeildinni.

En stjórnarmeðlimir höfðu allir ákveðið að segja af sér, það var einnig reynt á síðasta fundi en tókst ekki. Fyrir þennan fund var búið að hafa samband við nokkra aðila en enginn var tilbúinn að taka að sér stjórnarsetu! 

Á fundinum var farið yfir helstu verkefni fráfarandi stjórnar, reikninga og önnur mál.

Til þess að reka íþróttafélag í bænum okkar þá þurfum við á ÞÉR að halda, teljir þú þig hafa það til að bera sem þarf til að halda íþróttastarfinu gangandi endilega hafðu þá samband við undirrituð.  Við erum öll að vilja gerð að koma fólki inní málin, en teljum okkur vera búin að sinna okkar þegar kemur að rekstri íþróttafélagsins.

Koma svo Hugins-fólk

 

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, fyrrverandi formaður

Ragnhildur Billa Árnadóttir, fyrrverandi gjaldkeri

Ingvi Örn Þorsteinsson, fyrrverandi ritari.