Hvernig ætlar þú að lita heiminn?

Sunnudagur 25. nóvember klukkan 15

Sunnudaginn 25. nóvember er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum. Þann dag hefst hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðlegum baráttudegi SÞ gegn ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni.

Átak þetta nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, Mannréttindadeginum. Þessi barátta, einnig þekkt sem, Sveipaðu veröldina appelsínugulu, Orange the World, notar appelsínugula litinn sem sameinandi lit í öllum sínum aðgerðum.

Litur þessi táknar bjartari framtíð, lausa við ofbeldi gegn konum og börnum. Meðan á þessum 16 dögum stendur er siðað samfélag hvatt til að lita veröldina appelsínugulu með athöfnum sem miða að vitundarvakningu og því að eyða ofbeldi gegn konum.

Með þetta að markmiði stendur Soroptimistaklúbbur Austurlands fyrir ljósagöngu á Seyðisfirði sunnudaginn 25. nóv. klukkan 15:00 gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið verður undir slagorðinu "Hvernig getur þú litað heiminn appelsínugulan?"

Gangan hefst við Seyðisfjarðarkirkju og er göngufólk hvatt til að mæta í appelsínugulu og hafa með sér vasaljós, luktir, kyndla o.þ.h. Í lok göngu verða kaffiveitingar á Skaftfelli í boði Skaftfells og Fellabakarís.

Allir velkomnir!

hsam