Hýr halarófa 2018

Hýr halarófa 2016.
Hýr halarófa 2016.

Gleðigangan Hýr halarófa verður á sínum stað á Seyðisfirði í ár. Líkt og ávallt verður gengið á sama tíma og í Reykjavík, laugardaginn 11. ágúst klukkan 14. Lagt verður af stað frá Norðurgötunni. Sala á gleðivarningi hefst klukkan 13 á degi göngunnar, en einnig verður hægt að kaupa vörur á föstudaginn 10. ágúst frá klukkan 18-20 á Norðurgötunni. Ath. að ekki verður posi á staðnum.

Eftir göngu verður gleðinni haldið áfram meðal annars með hinu árlega hinsegin pub quiz.