Íbúafundur vegna sameiningar sveitarfélaga verður haldinn á Seyðisfirði

Mikilvægt að sem flestir mæti!

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar. 

Undanfarnar vikur hafa starfshópar unnið hugmyndir og tillögur að framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Austurland. Íbúar fá tækifæri til að kynna sér þær, og koma sínum hugmyndum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri.

Dagskrá og staðsetning funda verður kynnt nánar þegar nær dregur, en íbúar eru beðnir um að taka tímann frá.

Fundirnir fara fram milli klukkan 18 og 21 og verður þátttakendum boðið upp á léttar veitingar.

1. apríl Borgarfjarðarhreppur
2. apríl Seyðisfjarðarkaupstaður
3. apríl Djúpavogshreppur
4. apríl Fljótsdalshérað