Innleiðing á jákvæðri heilsu

Hugmyndafræði frá Hollandi
Mynd fengin af vef.
Mynd fengin af vef.

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) verður fyrst heilbrigðisstofnanna á Íslandi við innleiðingu á hollenskri hugmyndafræði um jákvæða heilsu. Skrifað var undir samninga þess efnis milli HSA, þriggja austfirskra sveitarfélaga og Instittute for Positive Health fyrir nokkrum dögum.

Institute for Positive Health í Hollandi hefur undanfarin ár þróað hugmyndafræði um jákvæða heilsu sem HSA tekur nú upp í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstað, en öll eru þessi sveitarfélög Heilsueflandi sveitarfélög.

Í hugmyndfræðinni er spurt um styrk, möguleika og líðan einstaklings í stað veikleika hans, takmarkana og sjúkdóma. Leitað er styrkleika sem búa í sjúklingi, umhverfi hans og aðstæðum og ekki síður hæfieikum og möguleikum hans til að nýta þá sér til bættrar líðunar og heilsu. Það er í raun gert ráð fyrir því að í einstaklingnum sjálfum búi miklir möguleikar til að bæta sína eigin líðan og vera þar með virkur í eigin bata.

Hér má sjá frétt frá iph.nl um innleiðinguna.
Hér má sjá frétt af Austurfrétt um innleiðinguna.

hsam