Jóga fyrir herra

Hefst 30. september

Byrjendanámskeið í jóga ætlað körlum hefst mánudaginn 30. september næst komandi. Námskeiðið er ætlað herramönnum á öllum aldri og með allskonar kroppa, stóra, litla, stirða og stælta. Á námskeiðinu verður farið í grunn jógaiðkunar, styrkjandi stöður, teygjur, öndun og slökun. Farið verður rólega af stað og ítarlega í hverja jógastöðu.

Allar nánari upplýsingar fást hjá Helga Erni á netfanginu eggaldin@gmail.com