Karlahlaup Krabbameinsfélagsins

Upphaf af mottumars

Karlahlaupið er 5 km hlaup sem hentar öllum, afreksmönnum, skokkurum, göngufólki, hægum og hröðum, ungum og öldnum. Hægt er að fara bæði hratt og hægt yfir og jafnvel stytta sér leið. 

Af hverju Karlahlaup? Jú, af því að rannsóknir sýna með eindregnum hætti að hreyfing dregur úr líkum á því að við fáum krabbamein. Til að ná markmiði Krabbameinsfélagsins um að fækka krabbameinum þurfum við öll að vinna saman. Við viljum fá ykkur í lið með okkur. Það skiptir máli að hreyfa sig sjálfur og eins að hvetja sína menn (og konur) til að hreyfa sig.

Þátttökugjald fyrir fullorðna er kr. 4.500 og innifalið er par af splunkunýjum Mottumarssokkum úr smiðju Kormáks og Skjaldar. Krakkar, 17 ára og yngri borga kr. 2.500 og fá auðvitað líka sokka. Nánari upplýsingar eru á mottumars.is/karlahlaupid.

Ef þinn hópur hefur áhuga á að heyra meira um hlaupið eða forvarnir gegn krabbameinum, áður en hann skráir sig til leiks, er hægt að fá fulltrúa félagsins í örheimsókn, hafið samband á netfangið krabb@krabb.is.

hsam