Kosið um sameiningu

26. október 2019

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.


Kosningarnar fara fram í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Kosið verður í hverju sveitarfélagi fyrir sig og ræður einfaldur meirihluti atkvæða niðurstöðunni. Til að sameining verði samþykkt þarf meirihluta atkvæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Verði tillagan ekki samþykkt í öllum sveitarfélögunum, er heimilt að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúar samþykktu, að því gefnu í þeim búi að minnsta kosti 2/3 íbúanna og að 2/3 hluti sveitarfélaganna samþykki.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hvetur alla íbúa til að kynna sér tillögur samstarfsnefndar og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins (https://svausturland.is/) auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar m.a. á íbúafundi og í öðru kynningarefni fram að kosningum.