Krakkablak Hugins

Gömul mynd úr krakkablaki.
Gömul mynd úr krakkablaki.

Síðast liðna helgi, 1. - 3. febrúar, fóru krakkar úr blakdeild Hugins til Akureyrar til að taka þátt í Bikarkeppni BLÍ. Í ár fóru 3. og 4. flokkur, en að þessu sinni voru stelpurnar með sameiginleg lið með Þrótti og strákarnir með Vestra frá Ísafirði. Mótið gekk mjög vel hjá krökkunum. 

Stelpurnar í 4. flokki (5 frá Hugin og 4 frá Þrótti) unnu alla sína leiki og munu spila til úrslita í Digranesi 22. - 24. mars við Völsung.

Stelpurnar í 3. flokki (7 frá Þrótti og 2 frá Hugin) unnu alla sína leiki og munu spila til úrslita í Digranesi 22. - 24. mars við Þrótt Reykjavík.

Strákarnir í 4.flokki (5 frá Hugin og 3 frá Vestra) fengu brons.

Strákarnir í 3.flokki (3 frá Hugin, 2 frá Vestra, 1 frá BF og 1 frá Völsungi) fengu silfur.

Úrslitaleikirnir sem spilaðir verða í mars verða samhliða úrslitaleikjum í meistaraflokki og verður umgjörðin sú sama. Þetta verður því risastór viðburður fyrir blakkrakkana og mikil upplifun.

Blakdeilds Hugins er afar stolt af sínum iðkendum.