List í ljósi í Reykjavík

Varpað á Safnahúsið

Helgina 1.-4. febrúar tók seyðfirska listahátíðin List í Ljósi þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkur í nýju og spennandi samstafi milli hátíðanna tveggja. List í Ljósi varpaði verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið að Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík eftir Nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy sem mynda listahópinn Nocturnal.

Listahópurinn Nocturnal mun einnig sýna verk á List í Ljósi 2018 sem varpað verður á Seyðisfjarðarkirkju.