Lokanir stofnana - mikilvægt

Samkomubann

Í samræmi við hert samkomubann yfirvalda og neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 verður sundhöll, íþróttamiðstöð, bókasafn, bæjarskrifstofa og Öldutún lokað á meðan samkomubann stendur. Lokanir taka gildi:

Sundhöll

Lokað verður í Sundhöll Seyðisfjarðar frá klukkan 10:00 mánudaginn 23. mars 2020.

Íþróttamiðstöð

Lokað verður í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar frá og með miðnætti 23. mars 2020.

Bókasafn

Lokað verður á bókasafni Seyðisfjarðar frá og með miðnætti 23. mars 2020.

Öldutún

Lokað verður í Öldutúni frá og með miðnætti 23. mars 2020.

Bæjarskrifstofa

Lokað verður á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar frá og með miðnætti 23. mars 2020. Þeir sem eiga erindi við starfsfólk skrifstofunnar er bent á að hringja í síma 470-2300 á hefðbundum opnunartíma, milli klukkan 10:00-12:00 og 13:00-14:00 eða senda tölvupóst á netfangið sfk@sfk.is

Skíðasvæðið í Stafdal

Skíðalyftum í Stafdal verður lokað frá og með miðnætti 23. mars 2020.

 

Þökkum íbúum Seyðisfjarðar skilninginn og minnum á „Við erum öll almannavarnir"

hsam