LungA aflýst

Tvíefld árið 2021
Frá LungA 2017.
Frá LungA 2017.

Lista­smiðjum og stór­tón­leik­um LungA hef­ur verið af­lýst. 

„Ástæðan er ein­föld, við get­um ekki borið ábyrgð á því að stefna jafn mörg­um sam­an og vana­lega sækja hátíðina heim. Þótt Covid 19 hafi ekki enn komið upp á Seyðis­firði vilj­um við ekki hætta á slíkt með því að stefna sam­an stór­um hópi í nafni list­ar­inn­ar.“

Þar fyr­ir utan sé hvorki hægt að bjóða upp á gist­ingu né lista­smiðjur svo það sé fjár­hags­lega sjálf­bært á meðan tveggja metra regl­unn­ar njóti við.

Ekki sé hægt að halda lista­mönn­um og birgj­um í óvissu leng­ur, auk þess sem fjár­tapið yrði hátíðinni end­an­lega að falli ef af­lýsa þyrfti á síðustu stundu, „nógu þung­ur er róður­inn“.

Af­mæl­is­varn­ing­ur í vænt­an­legri net­versl­un

„Við mun­um þó reyna eft­ir fremsta megni að þjóna list­inni og halda minni viðburði í júlí­mánuði fyr­ir Seyðfirðinga og gesti bæj­ar­ins. Þar fyr­ir utan mun­um við nýta okk­ur mögu­leik­ana sem netið býður upp á og erum að skipu­leggja opið galle­rí á ver­ald­ar­vefn­um. Auk þess mun­um við gefa út 20 ára af­mæl­is­bók LungA og af­mæl­is­varn­ing sem hægt verður að kaupa í vænt­an­legri vef­versl­un hátíðar­inn­ar.“

Þeir sem hafa nú þegar keypt miða á hátíðina eru sagðir geta fengið end­ur­greitt eða fært miðann yfir á næsta ár ef haft er sam­band við tix.is.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt er þetta gríðarlegt áfall fyr­ir okk­ur, enda mik­il vinna og til­hlökk­un að baki, en í ljósi aðstæðna bregðumst við við þess­ari for­dæma­lausu stöðu og snú­um aft­ur tví­efld á næsta ári.“

Frétt fengin af vef mbl.is