Múlaþing í fyrsta sæti

Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði, bæði í fyrsta sæti og samanlagt hjá þeim íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem tóku þátt í nafnakönnun á nýtt sameinað sveitarfélag samhliða forsetakosningunum í gær.

Á kjörskrá voru 3618 og þar af greiddu 2232 atkvæði eða 62%. Öllum íbúum sveitarfélaganna 16 ára og eldri var gefinn kostur á að taka þátt í valinu í gær.

Sjá alla fréttina á Austurfrett.is