Myndskreytingarnámskeið

Fyrir börn fædd 2010-2013

Myndskreytt verða tvö glæný ævintýri í gömlum stíl, eftir óþekktan höfund:

Ævintýrið um smalastrákinn, lömbin tvö og tröllskessuna ógurlegu & Ævintýrið um óhræddu stelpuna Mánadís og drekann eldspúandi

Búin verður til bók með myndunum við sögurnar sem krakkarnir fá til eignar.

Námskeiðið fer fram í Bókasafninu og listakennslustofu kl. 10:00- 11:30 dagana 13., 14., 15. og 16. júlí. Fyrir börn fædd árin 2010 til 2013. Leiðbeinendur eru: Lilaï Licata og Litten Nystrøm.

Þann 20. júlí verðu farið í leiðangur í leit af mótífum og munstrum úti í náttúrinni til að skreyta bókina og 21. júlí verður haldin vinnustofa í bókagerð.

Við hittumst í hvert skipti við Rauðaskólann.

Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis.

Hámarksfjöldi er 10. Skráning á námskeiðið er til 8. júli 2020 með tölvupósti: lilai.licata@gmail.com