Nafnakosning
25.06.2020
Utan kjörfundar
Enn er hægt að kjósa utan kjörfundar nafn á nýtt sameinað sveitarfélag. Kosið er á bæjarskrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44, sem er opin frá klukkan 10-14 alla virka daga. Umsækjendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Hægt er að kjósa í dag fimmtudag og morgun föstudag.
Nöfnin sem kosið er á milli eru : Austurþing - Austurþinghá - Drekabyggð - Múlabyggð - Múlaþing og Múlaþinghá.
Kjörfundur verður annars laugardaginn 27. júní næst komandi. Kosið verður í fundarsal íþróttamiðstöðvar frá klukkan 10 til klukkan 22.