Ný aðalstjórn Hugins

Áfram Huginn!
Halla Dröfn hættir og Örvar tekur við formannssætinu.
Halla Dröfn hættir og Örvar tekur við formannssætinu.

Þriðjudaginn 10. apríl tók við ný aðalstjórn hjá íþróttafélaginu Huginn. Fráfarandi stjórn fundaði með nýjum formanni og nýr gjaldkeri verður settur inn í verkefnin á næstunni. Örvar Jóhannsson er nýr formaður Hugins og Elena Pétursdóttir gjaldkeri. Bergþór Máni Stefánsson er þriðji meðlimur aðalstjórnarinnar.

Fráfarandi stjórn óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi og vitum að þau eiga eftir að standa sig vel.