Nýr Seyðfirðingur

Hörður Áki Ingirafnsson
Ingirafn, Benedikta, Hörður Áki og Vilhjálmur.
Ingirafn, Benedikta, Hörður Áki og Vilhjálmur.

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í gærdag Benediktu Svavarsdóttur og Ingarafn Steinarsson, en þau eignuðust sitt fyrsta barn þann 6. október 2016. Drengurinn, sem hefur fengið nafnið Hörður Áki, fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og var 51 cm og 14 merkur. Hörður Áki, sem er alveg að verða 8 mánaða, er glaður drengur og afar ánægður með lífið.

Foreldrunum er óskað innilega til lukku með fallega drenginn sinn, sem og hvert annað. Myndir af nýjum Seyðfirðingum má finna í albúmi.