Nýr Seyðfirðingur

Anton Bjarmi Ívarsson Martin
Ívar, Anton Bjarmi, Vilhjálmur og Julia.
Ívar, Anton Bjarmi, Vilhjálmur og Julia.

Bæjarstjóri heimsótti í morgun Anton Bjarma og foreldra hans. Anton Bjarmi er sonur Ívars Björnssonar og Juliu Martin og er þeirra fyrsta barn. Hann fæddist í Neskaupsstað, þann 13. nóvember 2016, og var 55cm og 3640 gr við fæðingu. Anton Bjarmi er hálf íslenskur og hálf þýskur og mun því vera tvítyngdur í framtíðinni. Hann er sterkur og flottur strákur, sem tók á móti gestum með rannsakandi augum. Foreldrunum er óskað innilega til hamingju með drenginn sinn. Myndir af nýfæddum Seyðfirðingum má finna í albúmi.