Nýr Seyðfirðingur

Gunnar Máni Birkisson

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í vikunni Gunnar Mána, 8 mánaða gaur, á Múlaveginum. Gunnar Máni er fæddur á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað þann 7. apríl 2017. Hann var 14 merkur og 50,5 cm við fæðingu. Foreldrar hans eru þau Erna Rut Rúnarsdóttir og Birkir Friðriksson. Hann er fyrsta barn foreldra sinna. Foreldrunum er óskað innilega til lukku með draumaprinsinn og gleðilegra jóla. Myndir af nýjum Seyðfirðingum má finna í albúmi.