Nýr Seyðfirðingur

Bjartur Aris
Filippo, Bjartur Aris, Ósk og Vilhjálmur bæjarstjóri.
Filippo, Bjartur Aris, Ósk og Vilhjálmur bæjarstjóri.

Þann sólríka og fallega dag 17. september 2017 fæddist Bjartur Aris Trivero. Hann fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, var 52 cm og 3655 kg. Bjartur Aris er sonur þeirra Óskar Ómarsdóttur og Filippo Trivero og er fyrsta barn þeirra. Drengurinn, sem er lífsglaður, kátur og kraftmikill, tók vel á móti Vilhjálmi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Foreldrunum er óskað hjartanlega til hamingju með gullmolann sinn bjarta.