Nýr Seyðfirðingur

Vignir Freyr
Gunnar Sveinn, Valdís, Vignir Freyr og Aðalheiður bæjarstýra.
Gunnar Sveinn, Valdís, Vignir Freyr og Aðalheiður bæjarstýra.

Aðalheiður bæjarstýra fór í sína fyrstu barnaheimsókn til nýs Seyðfirðings í dag. Hún heimsótti Vigni Frey Gunnarsson, son þeirra Valdísar Frímann Vignisdóttur og Gunnars Sveins Rúnarssonar. Vignir Freyr fæddist á Landsspítalanum þann 22. mars 2018. Hann var 51 cm og 4312 grömm. Vignir Freyr, sem er fyrsta barn foreldra sinna, er afar skapgóður og skemmtilegur drengur. Foreldrunum er óskað innilega til hamingju með litla yndið sitt. Myndir af börnum má sjá í albúmi.

Mynd birt með leyfi.