Nýr Seyðfirðingur

Matthilda Perepelytsia
Bóas, Matthilda, Aðalheiður og Alona.
Bóas, Matthilda, Aðalheiður og Alona.

Aðalheiður bæjarstýra heimsótti Matthildu Perepelytsia Bóasdóttur í dag. Matthilda er annað barn foreldra sinna, þeirra Alona og Bóasar, en fyrir eiga þau dótturina Ísabellu Perepelytsia 3. ára. Bóas á einnig þrjá dætur úr fyrra hjónabandi, fæddar 1985, 1989 og 2001.

Matthilda er fædd í Neskaupsstað þann 12. apríl 2018 og var rétt rúmar 16 merkur og 54 cm. Þegar bæjarstjóri heimsótti hana stóð hún upp við alla stóla og vildi bara fara að labba. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með glöðu og félagslyndu stúlkuna sína. Myndir af börnum má sjá í albúmi.

Mynd birt með leyfi.