Nýr Seyðfirðingur

Sigurbergur Reynir
Ingirafn, Benedikta, Sigurbergur Reynir og Aðalheiður.
Ingirafn, Benedikta, Sigurbergur Reynir og Aðalheiður.

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í gær Benediktu Svavarsdóttur, Ingarafn Steinarsson og Sigurberg Reyni Ingarafnsson. Drengurinn fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 3. maí 2019 og var 51 cm og 16 merkur.

Sigurbergur Reynir á stóran bróður, Hörð Áka, sem er fæddur 2016. Hann er annað barn foreldra sinna. Hér má sjá þegar fyrrverandi bæjarstjóri kaupstaðarins, Vilhjálmur Jónsson, heimsótti Hörð Áka fyrir jah ekki svo löngu síðan. Sigurbergur Reynir tók sérstaklega vel á móti bæjarstjóranum okkar í gær og ældi vel á hana.

Fjölskyldunni er óskað innilega til lukku með ljúfa drenginn sinn og bjartrar framtíðar.