Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

Til upplýsinga

Í dag, 1. febrúar, skrifaði nýr skipulags- og byggingafulltrúi undir ráðningasamning við Seyðisfjarðarkaupstað. Ráðinn hefur verið Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafræðingur, búsettur á Egilsstöðum.

Til að byrja með mun Úlfar Trausti hafa aðsetur á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Hægt er að ná í hann í tölvupósti ulfar@sfk.is eða í síma 470-2300.

Úlfar er boðinn velkominn til starfa hjá Seyðisfjarðarkaupstað.