Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar

Ert þú fjallagarpur?

Gaman er að segja frá því að Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur staðið á bak við verkefnið "Fjallagarpur Seyðisfjarðar" í mörg ár. Það sem felst í verkefninu og þessari nafnbót er að klúbburinn hefur komið fyrir gestabókahirslum á sjö fjallatoppum við Seyðisfjörð. Einnig eru í hirslunum gatatangir með mismunandi munstri eftir fjalli. Þeir sem ganga á alla toppana og skila inn korti með réttum stimplum hljóta nafnbótina "Fjallagarpur Seyðisfjarðar".

Nokkrir hafa ákveðið að taka verkefnið lengra og gengið alla tindana sjö á innan við sólarhring. Í dag hafa þrír karlmenn gert það og hafa því hlotið nafnbótina "Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar".

Hér má sjá nöfn fjallagarpanna og lesa nánar um verkefnið og gönguleiðirnar.